Timalína á mari frá áverka

Mig vantar uppl um það hvað mar er lengi að koma út á húð frá áverka og einni hvað mar er lengi að verða ósýnilegt á húð eftir áverka.
Eftir T.d
Klípa í húð?
Reka sig í hluti?
Fara í augnaðgerð?
Tekin þungu kverkataki?
Vera kýldur í andlit?
Takk fyrir að svara þessari fyrirspurn

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Marblettir koma fram þegar háræðar undir yfirborði húðar rofna og leka blóði út í vefinn. Fyrst kemur fram svartur og blár litur sem breytist síðar í græn-gulan lit og loks í ljósbrúnan eða ljósgulan. Liturinn kemur fram við niðurbrot á blóðkornunum sem er ferli sem tekur um 10 daga áður en niðurbroti er að fullu  lokið og liturinn eftir marið hverfur alveg.

Þú getur lesið þér betur til HÉR

En það er líka margt sem getur haft áhrif á þetta ferli. Lyf eins og magnyl, aspirin, blóðþynnandi lyf og blóðflögulyf minnka storkueiginleika blóðs og því blæðir lengur úr sárum og æðarofi en annars. Þá lekur meira blóð út í vefina og mar kemur frekar fram.

Lýsi er blóðþynnandi og því getur mar komið frekar fram á þeim sem taka lýsi.

Sterar, bæði í húðáburði og lyfjum getur valdið húðþynningu og gert húðina veikari og líklegri til að fá mar.

Það er erfitt fyrir okkur að tilgreina tímalínu á mari eftir áverkum, en vonandi færir þetta þér einhver svör.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.