Tíð hitaköst

Fyrirspurn:


Ég er farin að hafa miklar áhuggjur af 18 mánaða gamalli dóttur minni! Hún fær ekki eðlilega oft hita! Ég er að tala um að hún er góð í 4-6 daga, en svo aftur komin með hita! Í janúar var hún lasin einu sinni, í febrúar tvisvar, í mars 4 sinnum og það sem af er aprílmánaðar 4 sinnum!!! Hún hefur tvisvar farið á sýklalyf, í annað skiptið vegna þess að hún var komin með kvef ofaní sig, og seinna skiptið vegna smá eyrnabólgu! Núna er hún með hita en engin önnur einkenni, og ekki í fyrsta skipti! Það er frekar erfitt að lýsa þessu svona skriflega í stuttu máli, en hún hefur verið ótrúlega oft veik síðan hún varð eins árs gömul! Hún er talin vera með mjólkuróþol og fær engar mjölkurvörur, hún er heldur létt en er mjög fíngerð, en mjög dugleg og orkumikil þrátt fyrir allt! Mér detttur í hug að þegar hún fékk eins árs sprautuna þá bógnaði lærið hennar sem sprautað var í alveg rosalega!!! Ég lét lækni líta á það, en hann sagði þetta geta gerst, fremur sjaldgæft þó! Síðan gerðist það!
  í einhverja mánuði á eftir að þegar hún fékk hita, þá kom smá bólga og roði þar sem hún hafði þá verið sprautuð! Og allan gang síðan hún fékk þessa sprautu hefur hún verið voðalega viðkvæm, oft lasin og slæm í maganum…
Hvað telur þú að geti hugsanlega valdið þessu ástandi á litlu stelpunni minni? Það er sama við hvern ég tala, það finnst öllum þetta veikindaástand á henni vera óeðlilega mikið! Ég vil taka það fram að hún á mjög hreint og snirtilegt heimili, 4 ára  bróður sem getur auðvitað verið smitberi í hana og svo er hún á leikskóla! En hún er liggur við oftar veik en ekki! Hjálp!

Ein áhyggjufull og þreytt!

Aldur:
24

Kyn:
Kvenmaður 

Svar: 

Sæl áhyggjufull og þreytt.

Það er eðlilegt að þú hafir áhyggjur af þessum tíðu veikindum dóttur þinnar en þó er það svo að þetta þarf ekki að vera óeðlilegt. Börn á þessum aldri eru að þroska ónæmiskerfið sitt og virðast gripa allt sem er í gangi í kringum þau alveg fram að þriggja til fjögurra ára aldri. Börn sem eru fíngerð og ég tala ekki um með fæðuóþol af einhverju tagi eru í ofanálag gjarnan pestsæknari en önnur börn.
Hins vegar, þegar um er að ræða hita en engin önnur einkenni er almennt talið ráðlegt að fá þvagprufu frá barninu til að útiloka að um þvagfærasýkingu sé að ræða – best er að gera það þegar barnið er með hita. Þannig mæli ég með því að þú farir með hana til barnalæknis og ræðir við hann um hvort ástæða sé til að skoða þvagið hjá henni og jafnframt er spurning hvort honum þyki ástæða til að skoða ónæmiskerfið hennar betur og mæla mótefnin í blóði.

Vonandi hjálpar þetta
Bestu kveðjur
Guðrún Gyða Hauksdóttir
Hjúkrunarfræðingur