Hver er munur á kækjum sem við köllum svo og Tourette heilkenni?
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.
Skammvinnir kippir eða kækir koma oftar fram hjá börnum eða um 15%. Algengir kækir eru að deppla augum, hrukka á sér nefið, gretta sig, píra augu, ræskingjar og kverkahljóð. Þeir standa aðeins yfir í vikur eða fáa mánuði. Þeir geta þó komið aftur og aftur í nokkur ár. Þarna eru drengir í meirihluta, eða 3-4 sinnum líklegri til að fá tímabundna kæki en stúlkur.
Tourette hins vegar inniheldur margþætta og margbreytilega hreyfi- og orðakæki. Kemur yfirleitt í ljós fyrir 18 ára aldur og einkennast einna helst af síendurteknum, ósjálfráðum, snöggum og merkingalausum hreyfingum. Að auki eineknast heilkenni Tourettes oft af einum eða fleiri hljóðakækjum sem eru mis áberandi eftir vikum eða mánuðum. Þessir kækir þurf að hafa staðið yfir í meira en eitt ár svo hægt sé að segja til um hvort um Tourette sé að ræða eða annars konar kæki.
með kveðju,
Lára Kristín Jónsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.