Mér gengur mjög illa að losna við hægði, er þó alls ekki með harðlífi, drekk mikið vatn og hreyfi mig töluvert, hvað er til ráða?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Ristillinn er misjafnlega „duglegur“ í okkur mannfólkinu en hreyfing er yfirleitt besta ráðið við að örva hann til dáða. Annnars hafa menn notað ýmis lyf sem geta örvað hann, bæði náttúrleg og lyfseðilsskyld ef vandinn er alvarlegur.
Ég hvet þig til þess að ræða þetta vandamál við heilsugæslulækni. Læknirinn getur hjálpað þér að skilja hvað sé eðlilegt og hvað ekki og hvaða lausnir séu mögulega í boði.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur