Hæ eg og kærastinn mín erum reina vera ólétt og eg er nýlega byrjuð aftur að stunda ræktina en rólega og eg keifti mér 10 tíma i trimform og langar vita hvort það gæti haft einhver skaðleg áhrif þá ef eg yrði barnshafandi á meðan án þess vita af þvi , hvort væri hætta að skaða fostrið eða eg myndi eiga á hættu að missa fòstur ?
Svar:
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Það er almennt ekki mælt með því að ófrískar konur fari í trimform – svosem engar skýringar gefnar á þvi. Aðallega myndi ég giska á að það sé vegna þess að það hefur ekki verið sannað að það sé alveg hættulaust að fara í svona rafleiðslumeðferðir.
Ég get ekki fullyrt að þetta hafi góð eða slæm áhrif í byrjun meðgöngunnar.
Ég mæli með að þú spyrjir þar sem þú ert í Trimform meðferð – þær ættu að vera sérfræðingar í þessu.
Vona að þetta svari þinni spurningu,
Gangi þér vel,
Sigrún Eva Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur