Trönuberjahylki og blóðþrýstingur

Fyrirspurn:

Mig langar til þess að vita hvort eitthvað sé hæft í því að trönuberjahylki eða þykkni, geti hækkað blóðþrýsting.

Ég heyrði þetta fullyrt á dögunum.

Kveðja,

Aldur:64

Kyn: Kvenmaður

Svar: 

Sæl.

Ég veit ekki hvaðan fullyrðingin er sprottin en ég myndi telja hana alranga þar til viðeigandi gögn væru lögð fram. Séu fræðin skoðuð kemur þvert á móti í ljós aragrúi vísindagreina sem allar eiga það sameiginlegt að fjalla um rannsóknir sem hafa sýnt fram á að svokölluð andoxunarefni úr trönuberjum geta leitt til lækkunar á blóðþrýstingi en ekki hækkunar. Andoxunarefni þessi má finna víða og þar á meðal í vínberjum en léttvín hafa einmitt einnig verið talin til góða fyrir hjarta-og æðakerfi sé þeirra neytt í hófi.

Þórir Benediktsson
Lyfjafræðingur