Tvíburabróðir?

Fyrirspurn:


Góðan dag.
Ég er búin að vera með skringilegt ástand í nokkur ár, það er svæðið þar sem rófubeinið er sem er að angra mig, um það bil 10 cm fyrir ofan endaþarmsopið. Þar hef ég við og við fengið illt og kláða og það er eins og það sé einhver smá hnúður þar eða slíkt. Ég fór erlendis til framandi lands og eftir að ég kom heim þá fór ég að finna fyrir þessu og í byrjun kom pínu gröftur og blóð útfrá þessu en í dag er þetta miklu skárra, en svona kannski einu sinni í mánuði finn ég til í þessu og klæjar en það er enginn gröftur lengur.  Hvað getur þetta verið? Gæti þetta verið tvíburabróðir? Ég er búin að vera með þetta ástand í 8 ár og finnst þetta hálf vandræðalegt en núna vil ég bara losna við þetta. Hvernig læknis á ég að leita til með svona tilfelli? Ég vil endilega sleppa við að þurfa að fara til heimilislæknis fyrst.

Aldur:
24

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Það fyrsta sem mér dettur í hug, út frá þinni lýsingu, er að hér sé um tvíburabróðir að ræða. Ég ætla að láta fylgja hér tengil inná grein um tvíburabróðir sem er að finna á Doktor.is, þér til upplýsinga.
Það þarf að skoða þig og meta og það er nærtækast að þinn heimilislæknir geri.
Ef þú vilt ekki fara til þíns heimilislæknis þá bendi ég þér á almennan skurðlækni, þeir framkvæma slíkar aðgerðir ef til þess kæmi, sem þarf þó alls ekki að vera (stundum meðhöndlað með sýklalyfjum).

Með bestu kveðju og gangi þér vel,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is