Um hvað séu caloriur?

Hvað þarf 79 ára kona að skila mörgum caloríum á dag?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Íslenska orðið yfir kaloríur (eða kílókaloríu) er hitaeining og er okkar mælieining á orku. Kaloríur eru ekki slæmar en það getur hins vegar verið slæmt að boðra of lítið eða of mikið af kaloríum til lengri tíma. Talið er að meðalkarlmaður þurfi 2500 kaloríur á dag og meðalkona 2000, en þetta er eistaklingsbundið og breytilegt eftir aldri, líkamsástandi, hreyfingu og fleira. Mikilvægast er að hlusta á líkama sinn og borða í takt við orkuþörf sína.  Orkuþörf aldraðra minnkar töluvert með hækkandi aldri, þá aðallega vegna vöðvarýrnunar og minni hreyfingar en að sama skapi minnkar ekki þörfin á vítamínum, steinefnum, próteinum og trefjum.  Fæðið þarf að vera næringarríkt og innihalda öll nauðsynleg næringarefni í minni fæðuskömmtum. Talið er að orkuþörf kvenna yfir 75 ára sé frá 1700-2200 kaloríum, fer eftir því hversu mikil hreyfing kemur á móti.

Frekari upplýsingar má finna hér.

Gangi þér/ykkur vel.

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur