Ég er að jafna mig á kvefpest en er enþá hóstandi öðru hvoru yfir daginn. Í dag fékk ég stórt hóstakast með verk sem ég get helst lýst sem sprengingu eða eins og einhvað rifni í bringu og ofanverðu baki sem dreifðist svo niður handleggi og niður í fingur. Hendur virkuðu þungar og var mér hálf þungt fyrir brjósti og afar þreitt. Núna mörgum tímum seinna eru enþá leifar af þessum verk og þymgslum, þarf ég að hafa áhyggjur?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Það getur komið fyrir aað tognun verður í smávöðvum milli rifjaboganna við mikinn hósta. þetta getur gefið sáran verk en jafnar sig oftast af sjálfu sér þegar hóstinn lagast. Ef verkurinn heldur áfram og hóstinn lagast ekki skaltu endilega ráðfæra þig við lækni.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur