Spurning:
Sonur minn fór í bólusetningu fyrir heilahimnubólgu í lok október og fékk mikil útbrot á upphandlegginn eftir hana. Núna tek ég eftir því að hann er með þykkildi á stungustaðnum, er það eðlilegt? Er þetta eitthvað sem fer með tímanum?
Svar:
Blessuð.Jú þetta getur gerst eftir allar bólusetningar. Bólgan kemur vegna viðbragða ónæmiskerfisins og þykkildið/herslið er afleiðing bólgunnar. Það á hins vegar að fara með tímanum.
Með kveðju.
Þórólfur Guðnason
Landlæknisembættinu