Útþaninn magi

Mig langar að vita hvað er það sem veldur uppblásnum maga.Það er alveg sama hvað ég borða nú borða ég frekar hollan mat en samt blæs hann út.Svo drekk ég rosalega mikið kaffi getur það haft áhrif á magann hvaða ráð hafið þið handa mér. Takk fyrir ein í vanda

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Oft getur verið erfitt að ákvarða hvað nákvæmlega orsakar magaþembu. Sum matvæli,  líka þessi „hollu“ t.d. grænmeti, gerfisæta, sítrus, mjólkurvörur ofl., geta hreinlega farið illa í okkur.

 

Algengust orsök uppþembu er t.d.

* að gleypa loft

* hægðatregða

* bjóstsviði

* mjólkuróþol

* að borða of hratt

* þyngdaukning

* of mikið af bakeríum í þarmi

* gerfisykur

Ég hvet þig til að prófa í 10-14 daga að sleppa ákveðnum matvælum, (t.d. mjólkurvörur, hveiti, sykur, gerviefni) og kanna hvort það hafi áhrif, eða þá að þú finnir mun til hins verra þegar þú byrjar aftur að neita hennar. En taktu bara eitt matvæli í einu svo þú getir gert greinanlegan mun.

Gangi þér vel.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.