Útþaninn magi og pirringur í fótum

Komiði sæl mig langar að vita hvað er það sem veldur því að maður fær útþaninn maga mér finnst ég blása út af öllu sem èg borða og svo daginn eftir fæ ég pípandi niðurgang hvað er til ráða. Svo langar mig að vita ég er með svo mikinn fótapirring í fótunum og fæturnir á mér eru svo bólgnir er að bíða eftir að komast í hnjáskipti aðgerð er all í lagi að ég taki Nutralenk við liðverkjum og er í lagi að taka nutralenk þó maður sè á selokeni atakor og levaxini eru einhverjar aukaverkanir sem fylgja.Takk fyrir

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Þetta hljómar eins og eitthvert fæðuóþol, útþanir kviður og mikill niðurgangur. Þú getur prófað að taka út t.d. mjólkurvörur og hveiti í 10 daga og athugað hvort þú finnir mun. Annars ráðlegg ég þér eindregið að nefna þetta við heimilislækni.

Ég finn ekkert um aukaverkanir eða aðrar frábendingar hvað varðar nutralenk, nema ef um skelfisk og/eða fiskipróteinakofnæmi sé að ræða, þá má ekki taka inn Nutralenk.

Gangi þér vel,

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.