Var að greinast með athyglisbrest

Spurning:
Góðan dag.
Strákurinn minn var að greinast með athyglisbrest án ofvirkni í leikskólanum, getið þið sent mér greinar um athyglisbrest, svo ég sjái og viti hvernig ég get unnið best með barninu mínu.
Með fyrirfram þökk

Svar:

Komdu sæl

 
Meðfylgjandi eru linkar inn á greinar um þetta efni sem eru á vefnum hjá okkur, jafnframt er linkur inn á foreldrafélag misþroska barna, en ég skal ekki segja hvort þar sé að finna eitthvað meira. Ég vil jafnframt hvetja þig eða ykkur til þess að leita aðstoðar strax varðandi það hvernig best er fyrir ykkur að taka á þessu og fá leiðbeiningar um það hvernig best er fyrir ykkur að beita ykkur í uppeldinu með það fyrir augum að hjálpa syni ykkar til þess að líða sem allra best nú og í framtíðinni. Guðríður Adda sálfræðingur hefur t.d. sérhæft sig í þessum efnum.
 
http://www.doktor.is/grein/efni/grein.asp?id_grein=1784&flokkur=4&leit=athyglisbrest
http://www.doktor.is/grein/efni/grein.asp?id_grein=1783&flokkur=4&leit=athyglisbrest
http://www.doktor.is/grein/efni/grein.asp?id_grein=1253&flokkur=4&leit=athyglisbrest
http://www.obi.is/ADHD.htm
 
Með góðri kveðju,
 
Jórunn Frímannsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
www.Doktor.is