Fyrirspurn:
Mig langar að forvitnast aðeins. Er með kokteil af einkennum sem vinkona mín var að benda mér á að væru allt einkenni vefjagigtar. Einkennin eru s.s.
-iðraólga (búið að greina það)
-mikil vöðvabólga, sér í lagi tveir punktar við neðsta hryggjarlið
-grár punktur sem kemur og fer á öðru auganu
-miklir svefnörðugleikar, erfitðleikar með að sofna og vakna yfirleitt um 5 leitið og get ekki sofið meir
-þreyta
-kvíði (er á cypralex)
-einbeitingaskortut (er reyndar greind með ADD)
-höfuðverkur
-bjúgur (sérstaklega í andliti og öklum)
-mikill svimi, er með mjög lágan blóðþrýsting
svo nú langar mig að vita hvort eitthvað er til í þessu hjá vinkonunni, eru þetta týpísk einkenni vefjagigtar? eða er þetta ,,bara" eins og segi kokteill af öðrum einkennum og þá hvaða?(er til eitthvað almennt heiti um svona mörg og ólík einkenni) ?
kveðja
Aldur:
35
Kyn:
Kvenmaður
Svar:
Sæl,
Ég geri ráð fyrir að þú hafir leitað þér læknisaðstoðar með öll þín einkenni. Mörg af þeim einkennum sem þú telur upp gætu átt við Vefjagigt en það er í hlutverki læknis að skoða þig, meta og sjúkdómsgreina.
Ég ætla að láta fylgja hér tengil inná góða yfirlitsgrein um Vefjagigt sem er að finna á Doktor.is en fyrir utan þessa grein er fjöldi greina og fyrirspurna um þetta efni. Notað leitina.
Með bestu kveðju og gangi þér vel,
Unnur Jónsdóttir,
Hjúkrunarfræðingur og ritstjóri Doktor.is