Ef ég er með veirsýkingu og er ennþá með hita get ég þá smitað aðra
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Veirusýkingar eru mest smitandi sólahring áður en einkenni byrja og svo fyrstu dagana.Talið er að einstaklingar með hita eigi að vera heima sólahring hitalausir áður en þeir fara af stað aftur, á við börn og fullorðna. Í veikindum er gott að hafa að leiðarljósi leiðbeiningar um smitgát, passa uppá hreinlæti, hósta ekki beint út í loftið, vanda handþvott og spritta hendur. Læt fylgja með smá lesningu um efnið.
Gangi þér/ykkur vel
https://doktor.is/grein/holl-rad-um-veirur-og-bakteriur
https://vitalrecord.tamhsc.edu/how-long-am-i-contagious/
https://www.healthline.com/health/cold-flu/contagious
með kveðju,
Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur