Hæhæ
Ég er búin að vera með einkirningasótt núna í viku og ég get bara ekki gert neitt, ég sef illa ef ég sef, ég get ekki borðað neitt og allt of slöpp til þess að geta gert eitthvað. Spurningin mín er á hvaða tímapunkti er þetta sem verst? Og hvenær er þetta oftast farið úr hálsinum hjá fólki? Er eitthvað sem getur gert þetta bara verra?
Og kannski einhver ráð um það hvað ég get gert?
Kv. Þessi veika
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Algengustu einkenni einkirningasóttar eru þreyta,hálsbólga og bólgnir eitlar, hiti, höfuðverkur,útbrot og bólga í milta. Hiti og hálsbólga hverfa yfirleitt á tveimur vikum en þreyta,bólgnir eitlar og mitla getur varað i nokkrar vikur. Það er engin sértæk meðferð við einkirningasótt nema hvíld, enga líkamlega áreynslu í nokkrar viku,drekka vel af vökva og borða hollt og verkjalyf. Það getur reynt á þolinmæðina að veikjast af einkirningasótt þar sem úthald getur verið skert í margar vikur sem kostar oft vinnutap eða fjarvist frá skóla en mjög mikilvægt er að hafa hægt um sig og stunda ekki leikfimi. Skólakrakkar hafa oft bara orku að mæta í skóla með að vera keyrð fram og tilbaka og sleppa leikfimi og hvíla sig heima það sem eftir er dagsins.
Gangi þér vel.
Guðrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur