Veldur nikkel í mat nikkelofnæmi?

Spurning:

Komiði sæl!

Ef maður er með Nikkel snertiofnæmi, geta þá ekki matartegundir sem innihalda nikkel einnig valdið útbrotum og óþægindum, ég hef heyrt að t.d. kakó innihaldi töluvert nikkel?

Svar:

Nikkel veldur staðbundnu exemi. Líklegt er að sviti stuðli að því að leysa nikkel úr málmum (t.d. skartgripum) þannig að það komist betur inn í húðina. Nikkelexem tengist oft astma, þ.e. nikkel veldur oft ofnæmissvörunum samtímis í öndunarfærum og í húð. Nikkel getur líka valdið ofnæmi sem er bundið við þarma og er þá rakið til fæðutegunda sem innihalda nikkel. Það er rétt, það er mikið nikkel í kakói.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur