Veldur pensilín svimaköstum?

Spurning:

Mig langar til þess að forvitnast um hvort inntaka pensilíns geti valdið svimaköstum?

Svar:

Áður en spurningunni er svarað finnst mér mikilvægt að upplýsa að penicillínlyf eru ákveðinn flokkur sýklalyfja en ekki samheiti yfir sýklalyf eins og stundum er ranglega haldið fram.

Hvað penicillínlyf viðkemur þá er svimi almennt ekki skráður sem aukaverkun þessara lyfja. Hinsvegar er svimi skráður sem mjög sjaldgæf aukaverkun hjá einu penicillínlyfjanna, sérlyfinu Augmentin(inniheldur amoxicillín og klavúlanicsýru).

Þess ber að geta að sum önnur sýklalyf geta haft svima sem aukaverkun, sem dæmi minocyclin (Minocin)

Ef þú hinsvegar þjáist af viðvarandi svimaköstum þá ráðlegg ég þér eindregið að hafa samband við lækni hvort heldur sviminn er rakinn til meðferðar með penicillínlyfjum eða til annarra orsaka.

Kveðja,
Torfi Rafn Halldórsson, lyfjafræðingur