verkir efst í kviðarholi.

Ég fæ slæma verki efst í kviðarholinu sem leiðir upp á milli brjósta og aftur í bak og upp í háls og jafnvel upp í hægra eyra og kjálka,þetta virkar eins og það standi einhvað fast í hálsinum og vélinda,þetta er mjög vont og verkurinn kemur og fer á meðan á þessu stendur.Stundum finst mér eins og þetta sé fastur vindböglingur sem ég næ ekki að losna við með því að ropa.Er hægt að gefa mér einhvar svör og ráð.
Takk fyrir,

Sæl/l  og takk fyrir fyrirspurnina.

Það geta verið ýmsar orsakir fyrir þessum verk. Hugsanlegt er þetta séu einkenni frá meltingarvegi til dæmis bólgur eða bakflæði. En til þess að greina það þyrfti betri upplýsingar, læknisskoðun og rannsóknir.

Og þar sem verkurinn leiðir aftur í bak og upp í kjálka myndi ég ætla að það þyrfti að útiloka að þetta væri verkur útfrá hjartanu.  Svo mitt ráð til þín er að fá tíma hjá þínum lækni.

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur.