Verkir í baki og niður í fætur?

Spurning:
Já mig langar að spyrja um eitt.
Hvernig veit ég hvort ég er með gigt, vöðvabólgu, þrýsting á taug, brjósklos eða eitthvað annað. Ég hef fengið brjósklos á 2 stöðum neðarlegar í hrygg. En ekki verin talin ástæða til að laga það. Er búin að fara í allskonar myndatökur. Þar með talið mænumyndatöku. En það eru nokkur ár síðan það var gert. Það hefur komið fram á myndum slit í mjöðmum. En málið er að ég er sí og æ að fá dofa í fætur, áður var það bara annar fóturinn en núna kemur verkur í nára og verkir og dofi í fæturna. Ég hef tvívegis dottið illa á rófubeinið og finn töluvert fyrir því sérstaklega eftir seinna skiptið. En verkirnir í náranum og niður í fætur voru komnir áður. Eins og staðan er núna á ég erfitt með að liggja á hvorri hliðinni sem er, sama á við um bakið, þannig að ég þarf að snúa mér reglulega til að ekki komi dofi hér og þar eða verkur. Ég talaði um þetta við minn heimilislækni en hann sagði að þetta væri bara vöðvabólga það finnst mér frekar ódýr lausn. Málið er að ég veit ekki hvort ég á að snúa mér til gigtarlæknis, bæklunarlæknis eða heila- og taugalæknis eða hvað ég á að gera. Hverju mælir þú með doktor.is, á ég kanski bara að bryðja verkjatöflur þegar ég er sem verst og get vart gengið. Ég er vön að finna alltaf til en stundum er þetta meira en hægt er að umbera þ.e. þá háir þetta mér oft í vinnu.
Með kveðju og þökk fyrir væntanlegt svar.

Svar:

Góðan daginn
 
Lýsingarnar á ástandi þínu eru þess eðlis að full ástæða er til að skoða málið vel. Ég myndi mæla með því að þú færir til heila- og taugsjúkdómasérfræðings út af líðan þinni.
 
Kv
Auður Ólafsdóttir
sjúkraþjálfari
Sjúkraþjálfun Styrk
Stangarhyl 7
110 Reykjavík