verkir i fótum fra hné og niður í tær

Viðkomandi er 83 ára kona með sykursýki og gerfihné í báðum fótum. hefur mikla verki í fótum frá hnjám og niður þrýstingur í fótum sefur illa út af þessu . Hvað er hægt að gera ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er án efa ýmislegt hægt að gera til þess að fá betri líðan og bæta svefn, en til þess þarf að fá tíma hjá heilsugæslulækni og fara yfir mögulega áhrifa þætti, almennt heilsufar, lyf og þess háttar.

Ég vil því hvetja ykkur til þess að panta tíma hjá lækni á hennar heilsugæslu og ef þörf er á og hún er samþykk getur aðstandandi farið með og aðstoðað.

Gangi ykkur vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur