Verkir í nafla

Ég er með stingi í kaflanum og verk sem er bara bundin við naflan ef ég ýti á svæðið fer verkurinn ekkert annað. Þegar ég googla kemur ekkert ég sé fyrir mér ég sé komin með krabbamein undir naflanum þetta er ekki stöðugur verkur heldur kemur og fer svo 1-2 daga kemur svo aftur

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það er um að gera ef þú hefur áhyggjur af þessum verk mæli ég eindregið með að þú leitir til læknis.

Ýmsar ástæður geta verið fyrir svona verk, ætla að telja nokkrar ástæður upp:

  • Meðganga
  • Tímabundið ástand í líkamanum
  • Eftir skurðaðgerð á kvið (einkenni: Hiti, ógleði, uppköst, niðurgangur – ef þessi einkenni koma skömmu eftir aðgerð er mikilvægt að tala við lækni)
  • Hægðatregða, meltingatruflanir, bakflæði
  • Naflaslit (einkenni: kúla i nálægt naflanum, bólga í kringum naflann, verkir í kringum og við naflann, ógleði, uppköst)
  • Þvagfærasýking
  • Ójafnvægi á bakteríurflórunni í meltingakerfinu (hægt að taka góðgerla við því).
  • Magakveisa
  • Gallsteinar
  • Botnlangabólga

Og fleiri ástæður.

 

Ég mæli með að þú látir lækni kíkja á þig.