Verkir í puttum


Ég er byrjaður að fá verki í puttana, fyrir 3-4 vikum vaknaði ég með verki og krefta baugfingur hægrihandar það var vont að rétta úr honum, 2-3 dögum seinna bætust langataung og baugfingur vinstrihandar við en ekki með eins mikkla verki.
Þetta er en svona og verst fyrst á morgnana og stundum á kvöldin.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Ef þú ert að fá verki sem þú getur ekki tengt við neinar athafnir í þínu lífi skaltu endilega ráðfæra þig við lækni.

Lýsing þín gæti bent til byrjandi gigtareinkenna en til þess þarf skoðun og mögulega einhverjar frekari rannsóknir.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur