Verkir í úlnliðum og öklum

Hææ

Undan farnar vikur er mig búið að verkja verulega bæði í úlniðum og öklum, fæ tilfiningu eins og ég sé að brákast ef ég hreyfi mig á eh ákveðin hátt. Annars er verkurinn nánast stöðugur.
Farin að verða mjög dofin í höndunum og lítil hreyfi geta, sérstaklega eftir mikið álag.

Verkurinn í öklunum hefur verið að færa sig í hælana, sem gerir það að verkum að það er farið að verða frekar óþæginlegt að labba, annars mikill fórapirringur.

Verkirnir byrjuðu á sama tíma og eru núna farnir að ágerast. Verkirnir versna ef mér kalt á þessum stöðum eða eftir of mikið álag.

Veit að þetta hljómar kannski fáranglega, en það má þó reyna.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Einkenni sem þessi geta tengst einhverskonar gigtarsjúkdóm eða bólgusjúkdóm. Þetta þarf að skoða betur með blóðrannsókn eða kannski myndrannsókn til að meta liðamót og jafnvel beinþéttni. Þetta gæti líka verið tilfallandi vegna aukins álags og myndi líða hjá með hvíld, sjúkraþjálfun og léttum verkjalyfjum. Ræddu þetta endilega við heimilislækni ef þetta heldur svona áfram, hann metur þá hvort sérfræðinga sé þörf.

Gangi þér/ykkur vel.

Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.