Verkir og doði i höndum

Góðan dag.

Fyrir nokkrum vikum síðan for eg að vakna upp við verki og dofa i höndum – sérstaklega vinstri hendi.
Verkirnir eru verulega óþægilegir en ekki skerandi og nogu sterkir til að eg vakni upp við þa. Fingurnir eru þa mjog dofnir serstaklega baugfingur og stundum eins og bruna- og/eða kuldatilfinning i þeim.
Eg finn litið sem ekkert fyrir þessu yfir daginn.
A daginn koma oðru hverju stingverkir i olnboga og oþægindi i unlið. Þetta er oftar lika i vinstri handlegg.
Eg get ekki seð að eg se bolgin eða með bjug.

Eg vinn likamlega erfiðisvinnu alla daga.

37 ara kona

Er i yfirþyngd

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það sem mér dettur fyrst í hug eru bólgur og stífleiki í hálsi og herðum.  Því ef það eru óreglulegir verkir á nokkrum stöðum t.d. á handlegg, þá eru upptök og ástæða yfirleitt að finna í hálsi, bak, öxlum og/eða herðum.

Ég ráðlegg þér að tala við þinn heimilislækni sem gæti útbúið beiðni fyrir þig í sjúkraþjálfun.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.