Verkir út frá hjartanu

Geta eftirfarandi einkenni/verkir stafað út frá hjartanu?

Að finnast vera einhver aðskotahlutur í hálsi. Eins og að það standi í manni upp úr þurru óháð því hvort maður sé nýbúinn að borða eða ekki og samskonar verkur sem leiðir stundum út í lungun og bak.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er ómögulegt að segja til um það án frekari skoðunar. Einkennin sem þú ert að lýsa gætu eins verið vegna bakflæði eða kvíða og stress ástands. Til þess að fá skýra mynd þarf að fá betri upplýsingar og skoðun. Ræddu þetta við þinn heimilislækni, hann getur þá sent þig árfam í rannsóknir til að finna út hvað nákvæmlega sé að valda þessu. Læt fylgja með grein um bakflæði sem ég ráðlegg þér að lesa og þú kannski tengir við eitthvað þar.

Gangi þér/ykkur vel

https://doktor.is/grein/vitundarvakning-um-velindabakflaedi-brjostsvida-nabit

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.