Verkjalyf á meðgöngu?

Spurning:

Kæri Jón

Ég vildi bara spyrja hvort ráðlagt væri að taka paratabs, eða sambærileg lyf, við höfuðverk á meðgöngu?

Takk fyrir

Svar:

Á meðgöngu er meginreglan sú að taka engin lyf nema að þau séu “lífsnauðsynleg” eða þau eru skaðlaus fyrir fóstrið. Parasetamól, sem er virka efnið í t.d. Panodil og Paratabs, hefur enga þekkta áhættu fyrir fóstrið sé það tekið á meðgöngu. Líklega er í lagi að taka lyfið á meðgöngu en það ætti að taka sem minnst af því vegna þess að ekki er fullkomin vissa ennþá á því hvort það sé fullkomlega skaðlaust.

Með kveðju,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur