Verkur í fæti

Hvað gæti valdið stöðugum verk aftan í vinstri fæti, í hnésbót og niður í kálfa? Hef ekki orðið fyrir neinum áverka þar.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Verkur aftan í hnésbót og niður kálfa getur stafað af ýmsu. Bólgur við vöðvafestur og sinar í hné og alveg uppí mjaðmagrind geta haft þessi áhrif. Ég hvet þig til að hitta lækni, sjúkraþjálfara eða heilsunuddara til að kanna hvort það gæti verið ástæðan.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.