Verkur í hálsi og kúgast mikið

Sæl veriði langar að fá uppl. veit ekki hvort sè ástæða til að fara til læknis en nú í tvo daga er èg búin að vera með verk í hálsi eins og èg sè að fá slæma hálsbólgu , og kúgast rosalega mikið líka.

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina.

Í flestum tilfellum eru hálsbólgur af völdum veira og við því er lítið hægt að gera annað en að bíða og sjá hvort einkennin fari ekki batnandi. Hinsvegar ef hálsbólgan er af völdum baktería t.d. streptókokka er í sumum tilfellum hægt að meðhöndla hana með sýklalyfjum. Oftast er ekki þörf á að leita til læknis ef um hefðbundna hálsbólgu er að ræða en ef einkennin vara í lengri tíma og þeim fylgir hár hiti eða útbrot skal leita til læknis.

Hér er svo góð grein um hálsbólgu sem ég ráðlegg þér að lesa:

https://doktor.is/grein/halsbolga-2

Gangi þér vel,

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur