Verkur í mjöðm, hvað er til ráða?

Spurning:
Ég hef undanfarið farið að hafa meiri áhyggjur af verk sem ég fæ í mjöðmina og virðist mér að verkurinn fari versnandi eftir því sem dagarnir líða. Hann lýsir sér sem stingur í vinstri mjöðm sem leiðir niður eftir leggnum og er verstur í mjaðmaliðnum og hné. Ég er ekki alveg viss hvernig ég ætti að lýsa þessu en þetta er verkur sem streymir niður fótlegginn þegar ég sit (og ég þarf ekki að hafa setið lengi, allt frá 10 mín)og er í samfelldri „línu“ niður lærið, dreifir sér svo í hnénu en heldur svo áfram niður legginn en nær ekki niður að okkla.

Þetta er einskonar náladofi að innanverðu en á afmarkaðra svæði og miklu miklu verri verkur. Ef ég stend upp hverfur þetta yfirleitt fljótt en kemur jafnóðum aftur þegar ég sest. Núna undanfarið aftur á móti er ég farin að finna fyrir þessu þegar ég geng og þetta viðist aldrei hverfa að fullu, ekki einu sinni í skamman tíma. Ég er orðin eins og Halta-Lotta í göngulagi… Ég er 23 ára, kvk og svolítið yfir meðalvigt. Ég hef einhverja sögu bakmeiðsla en þó tel ég þetta ekki vera því tengt þar sem það er frá miðju baki og upp, ekki niður. Ég hef fengið þennan verk nokkrum sinnum í gegnum tíðina en hann hefur alltaf farið aftur. Burtséð frá því hvort að hann hverfi í þetta sinn vildi ég gjarnan vita hvað hér er um að ræða.

Hvort það er einhver vökvasöfnun hjá mjaðmakúlunni sem veldur þessu, eru þetta gigtareinkenni eða er ég kannski að labba mig úr lið??

Svar:
Af lýsingunni að dæma virðist sem „verkurinn“ sé upprunnin frá mjóbaki eða spjaldhrygg. Við setuna er meiri þrýstingur á þetta svæði sem getur skýrt aukin óþægindi við setu. Ég hef minni trú á að verkurinn sé frá mjaðmaliðnum og þú þarft ekki að vera hrædd um að þú „gangir þig úr liðnum“. Erfitt er að segja nánar til um orsakir verkjanna nema við nákvæma skoðun. Ég vil því benda þér á að hafa samband við heimilislækninn þinn og í framhaldinu að fara jafnvel í sjúkraþjálfu

Með kærri kveðju
Guðrún Káradóttir sjúkraþjálfari