Verkur við sáðlát.

Góðan dag

Ég er 35 ára karlmaður. Í síðustu tvö skipti sem ég hef haft sáðlát þá hefur komið soldið verkur um leið og ég hef sáðlát og varir í nokkrar sek. Ég hef fundið þetta einu sinni áður en þá kom þetta í nokkur skipti og hvarf svo. Það er ca ár síðan.

Það kemur engin verkur þegar ég pissa og ég er hraustur að öðruleiti .

Með þökkum

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Verkurinn stafar mögulega af því að vöðvasamdrátturinn við sáðlátið veldur vöðvaspasma. Þú skalt vera alveg óhræddur við að leita með þetta til heimilislæknis til þess að útiloka að eitthvað annað sé á ferðinni og ef allt er eðlilegt skaltu fara yfir hvort það séu einhverjar breytingar í kynlífinu hjá þér sem get verið að valda þessu og hvort þú getir breytt einhverju þar.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur