Verkur vinstra megin í brjóstholi

Ég er kona komin á áttræðisaldri. Er búin að vera með fremur sterkan verk vinstra megin í brjóstholi, varir í ca. 5-10 mín. með 10-20 mín millibili Hefur staðið yfir í ca 10 -11 klst. Er alls ekki bakflæði, þekki það. Held að þetta geti varla verið hjartaverkur þar sem þetta eykst ekki við áreynslu, leggur ekki fram í handlegg eða upp í háls.
Hvað gæti þetta verið. Með fyrirfram þökk.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Hvað varðar þessi einkenni skaltu endilega heyra í lækninum þínum og fá nánari greiningu á hvað getur valdið þeim og aðstoð við að losna við verkinn

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur