Versnar vefjagigt við meðgöngu?

Spurning:
Ég er 31 ára kona með vefjagigt. Getur vefjagigt versnað við hverja meðgöngu? Ég á þrjú börn og mér finnst alltaf eins og þetta fari versnandi, aukist eftir fæðingu?

Svar:
Blessuð og sæl.
Já, vefjagigtin versnar við allt álag og það að ganga með börn og fæða þau er mikið líkamlegt álag. Reyndu að fara eins vel með þig og þú getur á megöngunni. Farðu í heit böð, reyndu að fara snemma að sofa og reyndu að ofgera þér ekki.  Passaðu upp á mataræðið (slepptu algerlega öllu því sem inniheldur MSG) og ef þú getur þá skaltu ganga á hverjum degi án þess þó að ofgera þér.

Bestu kveðjur,
 
Halldóra G. Sigurdórsdóttir