Viðmiðunargildi fyrir PSA mælingar hjá karlmönnum ?

Hvað er eðlilegt gildi ?

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina

Hækkað PSA gildi gefur til kynna að eitthvað sé að í blöðruhálskirtlinum en þó ekki víst að um krabbamein sé að ræða. Aldur, stækkun kirtilsins og krabbamein eru þættir sem geta haft áhrif á PSA gildi.

Hér eru gróf viðmið fyrir PSA-gildi eftir aldri:

  • allt að 3 ng/ml milli 50-60 ára
  • allt að 4 ng/ml milli 60-70 ára
  • allt að 5 ng/ml fyrir 70 ára og eldri

Fyrir frekari upplýsingar, mælingar eða eftirfylgni hafðu endilega samband við þinn lækni.

Kveðja,

Rebekka Ásmundsdóttir,

hjúkrunarfræðingur