Vil minnka sætindaþörfina?

Spurning:

Sæl Ingbjörg,

Ég er 29 ára og æfi hlaup og líkamsrækt 4. – 5. sinnum í viku. Alla jafna borða ég hollan mat en ég er alveg sjúk í sætindi þ.e.a.s. kökur kex og sælgæti. Hvað get ég gert til að minnka sætindaþörfina?

Svar:

Það gæti verið að þú værir að borða of lítið eða of sjaldan. Ef blóðsykurinn fellur of mikið eykst löngunin í „eitthvað" og þá er mjög auðvelt að grípa í sætindi eða annað góðgæti. Reyndu að borða oftar og forðast það að verða of svöng – athugaðu hvort það virkar.

Kveðja,
Ingibjörg Gunnarsdóttir,
matvæla- og næringafræðingur