Vill grennast, en er með barn á brjósti

Spurning:
Ég er með barn á brjósti (barnið er 2 mánaða) og ég vil grennast. Er í lagi að neyta 20 gr af kolvetni á dag – eða nota Atkins aðferðina en hún segir 20 gr kolvetni á dag og borða allt feitmeti og svo framvegis. Slóðin er atkins.is með kveðju

Svar:

Þegar kona er með barn á brjósti ætti hún ekki að léttast hratt vegna þess að þegar fituvefurinn brotnar niður leysast ýmis eiturefni úr honum og flytjast í brjóstamjólkina. Best er að grennast hægt og rólega á náttúrulegan hátt með því að borða skynsamlega og neyta sykurs og fitu í hófi. 20g af kolvetnum er of lítið þar sem meginuppistaðan í brjóstamjólkinni eru kolvetni (mjólkursykur) og mjólkin endurspeglar talsvert hvernig næringu móðurinnar er háttað. Kona sem borðar skynsamlega og hreyfir sig þannig að hún svitni lítillega a.m.k. 3 x í viku, léttist á eðlilegan hátt við það eitt að hafa barnið á brjósti.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir