Vítamín fyrir grænmetisætu á meðgöngu?

Spurning:

Ég er grænmetisæta og mig vantar upplýsingar um hvaða vítamín á ég að taka á meðgöngu?

Svar:

Komdu sæl.

Varðandi vítamínin myndi ég segja að B-12 vítamín er alveg nauðsynlegt að taka ef maður er grænmetisæta, þar sem það er einungis að finna í dýraríkinu. Annars eru fæðumeðvitaðar grænmetisætur oft ágætlega nærðar og ekki víst að þú þurfir svo margt annað. Gættu þess bara að fá næga fitu -helst fjölómettaðar fitusýrur því þær eru svo nauðsynlegar við myndun frumuhimna fóstursins. Bestar eru náttúrulega fiskiolíurnar því þær innihalda Omega 3 fitusýrur sem eru allra bestar. Þær geturðu fengið úr lýsieða lýsishylkjum og þannig færðu líka D-vítamín sem er svo nauðsynlegt í skammdeginu.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir