Vöðvaspasmi í baki?

Spurning:
Halló, 43 karl fæ verki í bak á göngu, sjúkraþjálfi kallaði það ,,Vöðvaspasma“ hvað er það og hvað veldur? Þakkir.

Svar:
Sæll.
Með vöðvaspasma er yfirleitt átt við mikla vöðvaspennu. Þó má segja að strangt til tekið eigi maður ekki að nota orðið spasmi nema þegar um er að ræða ákveðið ástand þar sem truflun er í taugastarfsemi. Hvað veldur er mjög mismunandi, það getur verið slæm líkamsstaða, vöðvaójafnvægi og margt fleira.
Sigþrúður Jónsdóttir,
sjúkraþjálfari í Styrk