Wellbutrin Retard

Fyrirspurn:

Sæl/l fyrir 2 vikum byrjaði ég á lyfi sem heitir "Wellbutrin Retard" 150 mg, 2 töflur á dag. Og undanfarið er mér farið að kvíða alveg rosalega og þunglyndi aukist, plús hjartslátturinn er farinn að vera rosalega stífur og hraður, og fyllst af streitu og þreitu. Ég reyndi að finna upplýsingar um aukaverkanir á netinu með þetta lyf en ég fann engar upplýsingar. Getur þú frætt mig um þetta? Mér var gefið þetta lyf útaf því ég er með ADHD.

Fyrir ekki svo mörgum mánuðum hef ég verið haldin hluti sem kallast "night terror" samkvæmt skilgreiningum á netinu. Ég réðt á makan , og þetta er á milli svefns og vöku.. og ég byrjaði á lyfi sem heitir lyrica, og það hjálpaði mér með þessa næturbröllt.. En síðan ég byrjaði á Wellbutrin hef ég verið skíthræddur á kvöldin. Viltu gefa mér gott svar varðandi þetta Wellbutrin R lyf hvort þetta sé rétt hjá mér, og gefið mér einhverjar frekari upplýsingar varðandi meðferðar á "night terror"? Ég las um þetta á Wikipedia, og þetta er mjög algengt hjá börnum. Það er rosalega óþægilegt að vakna á nóttunni í panic að leita að takkanum til að kveikja ljósin haldandi að einhver sé inni sem vill gera manni mein. Ég veit að þið fáið mikið af rusldóti af fólki sem er að leika sér að búa til vesen. Ég er ekki einn af þeim.

Svar:

Sæl

Wellbutrin Retard  er þunglyndislyf, nýkomið á markað á Islandi en hefur verið notað í nokkur ár erlendis.  Verkunarmáti lyfsins er vel þekktur.  Lyfið þolist yfirleitt vel.  Mikilvægt er að taka lyfið að morgni og það getur tekið nokkrar vikur fyrir lyfið að ná fullri virkni. Samkvæmt þeim gögnum sem til eru í dag hafa Lyrica og Wellbutrin Retard ekki áhrif á hvort annað.  Rétt er að athuga hvort að skammtastærðin henti þér, ráðlagður upphafsskammtur er 150 mg að morgni.  Ef að einkenni eru viðvarandi eða versna er rétt að leita ráða hjá lækni.

Hægt er að finna sérlyfjaskrátexta allra skráðra lyfja á Islandi  inná Lyfjastofnun.is

Með kveðju,

Sigríður P. Arnardóttir, lyfjafræðingur