Fólín sýra

Almennt um fólinsýru

Fólinsýra getur einnig verið kölluð fólat, fólasín og folic acid. Fólínsýra er vatnsleysanlegt B-vítamín og var fyrst uppgötvuð árið 1941. Hún er mikilvæg fyrir fólk á öllum aldri en þó sérstaklega konur á barneignaraldri.

Hvernig nýtir líkaminn fólinsýru?

Fólinsýra hefur mikilvægt hlutverk í frumuskiptingu líkamans og skiptir miklu máli við myndun amínósýra og kjarnsýra (DNA og RNA). Hún er notuð til að draga úr líkum á fæðingargöllum í taugakerfinu t.d. klofnum hrygg, en fólinsýra er mjög mikilvæg á fósturskeiði vegna þess hve hröð frumuskiptingin er. Einnig er hún notuð við gigt, pirring í fótum, talið er að hún geti minnkað líkur á hjartasjúkdómum og að hún sporni við vægu eða miðlungs þunglyndi.

Í hvaða fæðu er fólinsýra?

Mest er af fólínsýru í grænmeti (t.d. spínati, spergilkáli, grænkáli og avocado) og kjöti. Öllum konum á barneignar aldri er ráðlagt að borða fólínsýru ríka fæðu.

Hvað má taka mikið?

Ráðlagðir dagskammtar:

Ungbörn < 6 mán      —

Ungbörn 6-11 mán  50 mcg

Ungbörn 12-23 mán 60 mcg

Börn 2-5 ára  80 mcg

Börn 6-9 ára  130 mcg

Karlar 10-13 ára       200 mcg

Karlar > 14 ára          300 mcg

Konur 10-13 ára       200 mcg

Konur 18-30 ára       400 mcg

Konur 31-60 ára*      300 mcg

Konur > 61 árs          300 mcg

Konur á meðgöngu 500 mcg

Konur með barn á brjósti    500 mcg

Nær ómögulegt er að fá daglega skammtinn úr matnum sem við borðum og því ættu þungaðar konur og þær sem hyggja á barneignir að taka inn sérstaka töflu sem inniheldur fólinsýru og er ætluð þunguðum konum. Mælt er með að taka inn fólínsýru daglega í a.m.k. fjórar vikur fyrir áætlaða þungun og á allavega fyrstu 12 vikum meðgöngu, en eins og áður segir dregur fólínsýra úr líkum á galla í taugakerfi fóstursins.

Fólínsýra dregur úr líkum á fæðingargöllum í taugakerfi.

Hvað eykur hættuna á fólsýruskorti?

  • Misnotkun áfengis
  • Blóðskortur
  • Meltingartruflanir og minnkuð matarlyst
  • Vannæring
  • Niðurgangur
  • Þungun
  • Einstaklingar sem eru undir stöðugu og miklu álagi

Fólinsýrur eru nauðsynlegar við frumuskiptingu eins og B12-vítamín. Fólinsýruskortur hefur í för með sér blóðleysi, sams konar blóðleysi og B12-vítamínskortur veldur. Erfitt getur verið að ákveða hvort blóðleysi stafi af fólinsýruskorti eða B12-vítamínskorti.

En þau einkenni sem koma fram í taugakerfinu við B12-vítamínskort er ekki hægt að lækna með skammti af fólinsýru.

Hvernig má forðast fólinsýruskort?

  • Með því að neyta fjölbreyttrar fólínríkrar fæðu
  • Til öryggis má alltaf taka inn töflu sem inniheldur tilbúna efnið fólínsýru sem er miklu stöðugri en náttúrulegt fólat.
  • Borða mikið af grænu grænmeti (spínat, brokkolí, steinselja, kínakál, o.fl.), en það er ríkt af fólati. Einnig er fólat að finna í baunum, fræjum o.fl.

 

Heilbrigðisyfirvöld ráðleggja þunguðum konum að taka daglega inn 400-500 míkrógrömm af fólinsýru.

Hvernig lýsir of mikið fólsýrumagn sér?

Sjaldan verður vart við að einstaklingur neyti of mikils magns fólinsýru. Stórir skammtar geta þó dulið B-12 skort hjá einstaklingum.

Höfundur greinar