Nefbrot

Orsök nefbrota geta verið mismunandi t.d. samstuð í íþróttum, byltur, slys og slagsmál. Verkir fylgja oft nefbroti sem og bólga eða mar í kringum nef og jafnvel undir augum. Nefið getur orðið skakkt og einstaklingar geta átt í erfiðleikum með að anda með nefinu. Yfirleitt er ekki þörf á aðgerð við nefbroti en meðferð miðar að því að koma því aftur í sama horf og það var áður.

Einkenni

Verkir og eymsli, sérstaklega þegar komið er við nefið

Blóðnasir

Mar í kringum nef og jafnvel augu

Aflögun á nefi

Erfiðleikar með að anda með nefinu

Að finnast eins og nefgöngin (annað eða bæði) séu lokuð

Mikilvægt er að leita sér aðstoðar ef um er að ræða áverka á höfuð eða háls. Það gæti orsakað höfuðverk, verk í hálsi, ógleði og jafnvel meðvitundarleysi. Ef einstaklingur eru í erfiðleikum með að anda. Ef blóðnasir stoppa ekki er mikilvægt að leita aðstoðar. Ef það er áberandi aflögun á nefinu sem að bólgan gæti ekki útskýrt. Einnig ef það lekur tær glær vökvi úr nefinu.

Orsök

Algengustu orsakir nefbrota eru:

Samstuð í íþróttum, t.d. fótbolta, handbolta eða íshokkí

Byltur

Slagsmál

Áhættuþættir

Öll hreyfing sem eykur líkur á meiðslum á andliti eykur líkur á nefbroti. Dæmi um það er:

Þátttaka í íþróttum, að stunda snertiíþróttir t.d. fótbolta eða íshokkí getur aukið áhættuna á nefbroti.

Reiðhjólatúrar

Aðrir þættir sem auka áhættuna eru:

Að spenna ekki sætisbeltið í bíl

Einnig auka slagsmál líkurnar á nefbroti töluvert.

Fylgikvillar

Fylgikvillar nefbrota geta verið:

Skakkt miðnesi. Nefbrot getur valdið því að miðnesið (veggurinn á milli nasanna) skekkist. Það leiðir til þess að nefgöngin þrengjast. Hægt er að fá lyf sem hjálpa til í skamman tíma en það þarf aðgerð til þess að laga ástandið.

Uppsöfnun blóðs (septal hematoma), er þegar myndast litlir pollar af blóði í brotnu nefi. Þetta getur orsakað að ein eða báðar nasir stíflist. Þegar þetta gerist þarf að fara í nokkuð bráða skurðaðgerð til að koma í veg fyrir skemmdir á brjóskinu í nefinu.

Ef nefbrot verður vegna mikils höggs eins og t.d. eftir bíl- eða mótorhjólaslys getur brjóskið í nefinu líka brotnað. Ef áverkarnir eru það alvarlegir að þurfa skurðaðgerð þá ætti skurðlæknirinn að gera við bæði brjósk- og beináverka samtímis.

Forvarnir

Nota sætisbelti. Alltaf þegar farið er í ökutæki skal festa á sig sætisbelti. Eins skal passa að börn séu í réttum bílstólum fyrir aldur og þyngd og vel föst.

Nota viðeigandi hlífðarbúnað í íþróttum t.d. hjálm og andlitshlíf þegar við á.

Nota hjálm, þegar farið er í reiðhjólatúra eða á mótorhjól.

Höfundur greinar