Mataræði og húðin

Matarræði spilar stóran þátt í heilbrigði húðar. Fylltu diskinn þinn af fersku grænmeti, ávöxtum, heilkornum og öðrum næringarríkum mat. Vertu viss um að þú fáir nóg af næringarefnum til að verja húðina þína og viðhalda góðri húð. Eftirtaldar matvörur eru dæmi um mat sem hjálpa þér að fá hrausta sterka og aðlaðandi húð.

Feitur fiskur eins og lax er ríkur af omega-3. Omega-3 gefur húðinni raka og teygjanleika auk þess sem það minnkar bólgu og ver fyrir sólu. Feitur fiskur er einnig góð uppispretta hágæða próteins, E-vítamíns og zinks.

Avokado innihalda mikið af E- og C- vítamínum sem eru því mikilvæg fyrir heilbrigða húð. Það inniheldur einnig efni sem ver húðina fyrir sól.

Valhnetur eru ríkar af omega-3 og -6 fitum, E- og C-vítamínum, selen og próteinum. Þessi vítamín viðhalda heilbrigði húðarinnar. Auk þess innihalda valhnetur zink sem hjálpar sáragróanda og ver gegn sýkingum.

Sólblómafræ Hnetur og fræ eru góð uppspretta næringarefna fyrir húðina. Sólblómafræ innihalda E-vítamín, selen, zink og prótein.

Sætar kartöflur innihalda beta-carotene sem virkar sem náttúruleg sólarvörn og kemur í veg fyrir þurra hrukkótta húð. Auk þess gefur það frísklegt útlit með heitum appelsíugulum húðlit. Beta-carotin virkar sem pro-A-vítamín sem þýðir að það umbreytist í A-vítamín í líkamanum. Beta-carotin er að finna í appelsínum, gulrótum, spínati og sætum kartöflum

Rauðar og gular paprikur innihalda líkt og sætar kartöflur beta-carotin. Auk þess er paprika góð uppspretta C-vítamíns sem er nauðsynlegt til að framleiða collagen, það heldur húðinni mjúkri og sterkri.

Brokkólí er sneisafullt af vítamínum og steinefnum sem eru mikilvæg fyrir húðina, þar á meðal zinc, A- og C-vítamín. Brokkolí inniheldur einnig sulforaphane sem ver húðina gegn sólbruna og húðkrabbameini.

Dökkt súkkulaði inniheldur andoxunarefni sem verja húðina gegn sólbruna. Þessi andoxunarefni draga einnig úr hrukkum, auka raka húðarinnar og blóðflæði.

Grænt te í grænu te er áhrifaríkt andoxunarefni (catechins) sem verndar húðina gegn sólarskaða og dregur úr roða auk þess sem það gefur raka, þykkt og teygjanleika.

Höfundur greinar