Tíðahringurinn

Í hverjum mánuði, milli kynþroska og tíðahvarfa, fer líkami konu í gegnum nokkrar breytingar, þar með talið egglos til þess að búa sig undir hugsanlega meðgöngu. Ef að kona hefur egglos og verður ekki ófrísk fer hún á blæðingar um 2 vikum síðar.

Tíðahringnum er stjórnað af hormónum frá heila og eggjastokkum sem sveiflast á ýmsum stigum. Honum má skipta í 4 stig.

Dæmigerður tíðahringur er um 28 daga að meðaltali, en hver kona er misjöfn og er fullkomlega eðlilegt að hann sé allt frá 21 degi upp í 45 daga.

Hér eru stig tíðahringsins (miðað við 28 daga tíðahring)

 

Stig 1 : Blæðingar

Dagar 1-5. Fyrsti dagur blæðinga er dagur nr. 1 í þínum tíðahring.

Hormón: Öll hormónin eru á lágu stigi á meðan blæðingum stendur.

Við hverju má búast: Þykka slímhúðin í leginu þínu, (sem nú er ekki þörf á þar sem að þungun hefur ekki orðið) losar sig úr leginu þínu sem að veldur blæðingu. Búast má við tíðarverkjum, ásamt mögulega fleiri einkennum en það er misjafnt eftir konum.

Stig 2: Eggbúskapurinn

Dagar 1-14 (skarast á við blæðingastigið)

Hormón: Follicle stimulating hormone (FSH) örvar eggjastokkanna til að framleiða eggbú sem innihalda óþroskað egg. Estrógenmagn eykst sem að lætur eggin þroskast.

Við hverju má búast: Á þessu tímabili líður konum oftast mjög vel, og er í rauninni þægilegasta tímabilið hvað varðar einkenni.

 

Stig 3: Egglos

Dagur 14 (miðað við 28 daga tíðahring)

Hormón: Á þessu stigi mun estrógenmagnið þitt ná hámarki sem leiðir til hækkunar á hormóni sem kallast LH, sem að losar eggið. Ef að eggið og sæðisfruma hittast þá verður þungun.

Við hverju má búast: Sumar konur finna fyrir egglosverkjum, slappleika og öðrum einkennum. Einnig er algengt að fá brjóstaspennu á þessu tímabili. Egglosverkir eru ekki alvarlegir, en ef þeir eru mjög slæmir skaltu leita ráða hjá heilbrigðisstarfsmanni. Ef þú ert að nota egglospróf verður það jákvætt u.þ.b sólahring fyrir egglos þar sem að LH og Estrógen er í hámarki.

Stig 4 – Luteal fasinn

Dagar 15-28

Hormón: Prógesterónmagnið byrjar að hækka eftir egglos ef þungun verður og svo HCG sem að lætur þungunarpróf verða jákvæð. Ef þungun hefur ekki orðið mun prógesterónmagn þitt lækka sem að veldur að lokum blæðingum.

Við hverju má búast: Einkenni sem tengjast prógesteróni eru algeng á þessum tíma, t.d. eymsli í brjóstum, uppþemba og einkenni sem tengjast fyrirtíðarspennu. Sumir finna fyrir tíðarverkjum snemma. Þetta stig endar á síðasta degi áður en blæðingar hefjast og nýr tíðahringur byrjar.

 

Höfundur greinar