V – Ýmis lyf

Flokkun lyfja eftir verkun

Þegar lyf eru flokkuð eftir verkun er hér á landi oftast stuðst við alþjóðlegt flokkunarkerfi sem kallast ATC– kerfið (Anatomical-Therapeutical-Chemical-Classification). Lyfjunum er skipt í aðalflokka eftir því á hvaða líffæri þau eiga að hafa áhrif og er hverjum flokki gefinn einn bókstafur. Flokkunum er síðan skipt í undirflokka eftir sjúkdómum sem lyfið á að verka á og hverjum undirflokki gefið tveggja tölustafa númer. Loks er þessum undirflokkum skipt eftir efnafræðilegri gerð lyfsins.

V – Ýmis lyf

ATC Flokkur ATC Heiti
V ÝMISLEGT
V01 OFNÆMISVAKAR
V03 ÖLL ÖNNUR LYF TIL LÆKNINGA
V04 SJÚKDÓMSGREININGAREFNI
V06 NÆRINGARLYF
V07 ÖLL ÖNNUR LYF SEM EKKI ERU TIL LÆKNINGA
V08 SKUGGAEFNI
V09 GEISLAVIRK LYF TIL SJÚKDÓMSGREININGAR
V10 GEISLAVIRK LYF TIL LÆKNINGA
V20 UMBÚÐIR VEGNA SKURÐAAÐGERÐA

Heimild: Sérlyfjaskrá
uppfært 13.5.2020

Höfundur greinar