Tábrot

Tábrot er mjög algengur kvilli sem orsakast yfirleitt af því að missa eitthvað ofan á tána eða reka hana í eitthvað hart. Meðferðin við tábroti er yfirleitt að teipa brotnu tána við aðlæga tá. Mikilvægt er að setja grisju á milli tánna eða búa um til að fyrirbyggja núningssár. Ef brotið er hins vegar alvarlegt (yfirleitt á stóru tá) þá gæti þurft gips og í alvarlegustu tilfellunum aðgerð til að brotið grói rétt saman. Yfirleitt grær tábrot vel á 4-6 vikum.

Einkenni

Verkur

Bólga

Aflögun á tá/tám

Leita skal læknis ef verkur, bólga og/eða aflögun heldur áfram í meira en nokkra daga. Einnig ef það hefur áhrif á göngugetu eða ef mjög vont er að klæðast skóm.

Orsök

Lang algengustu orsakir tábrots er þegar einstaklingur missir hlut á tánna á sér eða ef táin er rekin í eitthvað hart.

Fylgikvillar

Sýking, ef húðin í kringum brotið rofnar eru meiri líkur á að þróa með sér sýkingu sem getur svo leitt inn í bein.

Slitgigt, ef brotið teygir sig í liði eru meiri líkur á að þróa með sér slitgigt í framtíðinni.

Höfundur greinar