Hósti

Hef verið með hósta núna í örugglega rúmar 3 vikur, enginn hiti, ekkert kvef eða neitt svoleiðis. Bara hósti. Virðist ekki fara, hvað getur þetta verið?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þrálátur hósti getur verið einkenni um ýmislegt en oftast er um að ræða afleiðingu af vírus smiti sem  lagast af sjálfu sér  en stundum þarf að meðhöndla með astmalyfjum. Ég hvet þig til þess að fara til heimilislæknis og láta hlusta þig og meta hvort þú þurfir meðhöndlun til þess að losna við hóstann.

Gangi þér vel