10 daga með hvítar bólur á nebbanum?

Spurning:
Ég er með spurningu fyrir ykkur. Þannig er mál í vexti að ég á 10 daga gamla dóttir sem er með hvítar bólur á nebbanum eða eins og hvíta fitukirtla og aðeins í kringum nebban. Sumir eru frekar stórir. Má ég bera eitthvað á þetta til að þurka þetta upp eða á þetta að þorna að sjálfum sér.

Með fyrir fram þökk

Svar:
Svona hvítir nabbar eru fitukirtlar og hverfa af sjálfu sér innan nokkurra vikna. Einstöku sinnum stíflast þeir og stækka og líkjast þá graftarbólu. Ef enginn roði er umhverfis þá er best að láta þá eiga sig því þeir þorna upp af sjálfum sér. Ef kemur roði umhverfis gæti verið gott að sprengja þá með sótthreinsaðri nál og þrífa með bómull vættri í soðnu vatni og bera síðan zinkáburð á til að þurrka bóluna. Ef bólurnar breiðast hins vegar út skaltu láta lækni líta á þær því það kemur fyrir að börn fá sýkingarbólur (Pemphigus) sem þarf að meðhöndla með sýklalyfjum. Gættu þess bara vel við alla húðhirðu barnsins að þú og aðrir sem sinna barninu séu með hreinar hendur.

Kveðja, Dagný Zoega, ljósmóðir