17 mánaða með skán á tönnum

Spurning:
Góðan daginn. Mig langaði að spyrja hvort einhver af sérfræðingum doktor.is geti svarað mér. Málið snýst um litla strákinn minn (17 mánaða) og tennurnar hans. Ég fékk nett áfall um daginn þegar hann virtist vera með þykka svolítið gulleita skán á eftri framtönnunum Ég rauk til og burstaði en þetta sat sem fastast ( fór heldur ekki af með nögl). Var að spá í hvað þetta geti verið, einhver sagði að þetta gæti verið tannsteinn. Hann borðar flestan mat, en verður að játast að hann er ennþá að fá að drekka hjá mér þegar hann fer að sofa, og líka soldið á nóttunni :/ endilega ef að einhver svör/ráð eru til. Með fyrirfram þakklæti, kv

Svar:
Erfitt er að segja til um slíka skán af lýsingu þinni. Fáðu tannlækni til þess að lýta á þetta eða hafðu samband við tannlæknadeild Háskóla Íslands – sími 525-4850. Fyrst og fremst skaltu þó hætta að gefa honum nokkuð annað en vatn frá kvöldburstun til morguns.Ólafur Höskuldsson, tannlæknir