19 ára að reyna að grennast?

Spurning:
Hæhæ. Ég er 19 ára og er að reyna að grennast,ég er búin að vera að reyna töluvert lengi og ég er ekki mjög þolinmóð en hef þó reynt mitt besta við að gefast ekki upp. Ég var mjög grönn þegar ég var 16 ára en fór svo að fitna og er búin að vera að rembast við að ná þessu af mér í sennilega tvö ár(ég fitnaði MJÖG hratt) en það sem vefst aðalega fyrir mér er að ég hef alltaf verið með stór brjóst en núna finnst mér þau vera einum of sko,ég hef alltaf haft gaman af íþróttum og mér finnst þau vera fyrir mér ef ég ætla að hoppa og hamast.Mig langar bara að styrkja þau og minnka á eðlilegan hátt,hvað er best fyrir mig að gera? En svo er það líka allt hitt,ég vil losna við það og mér finnst ég vera búin að gera allt sem ég get en það gengur ekki neitt(finnst mér).Gætuð þið hjálpað mér og sagt mér eitthvað um það hvaða æfingar eru góðar til að minnka brjóstin og allt hitt líka?Ég ER tilbúin til þess að leggja mikið á mig fyrir þetta.

Kveðja frá einni sem var í topp formi,missti það niður og þráir ekkert meira en að ná því aftur.

Svar:
Sæl, Brjóstin stækka oftast þegar við bætum á okkur aukakílóum því brjóst eru að talsverðu leyti fituvefur. Upplýsingarnar voru dálítið af skornum skammti í bréfinu þínu. Ég veit t.d. ekkert hvað þú ert há eða þung og hvort þú æfir mikið eða lítið né hvað þú borðar. Það er því dálítið erfitt að ráðleggja þér. En til þess að losna við aukakíló þurfum við að stunda þol- og styrktaræfingar með markvissum hætti 4-5x í viku. Við þurfum einnig að huga vel að neysluvenjum og sneiða sem mest hjá sætindum og fituríku fæði. Reyna að borða næringarríkt og fjölbreytt fæði og gæta hófs.

Ef þú telur þig vera búna að reyna mikið og ekki hefur gengið sem skyldi, ráðlegg ég þér að leita aðstoðar á líkamsræktarstöð. Ef þú ert í Reykjavík býð ég þig velkomna í Hreyfingu. Hjá okkur starfa bæði einkaþjálfarar og næringarfræðingur og þú getur fengið persónulega ráðgjöf og aðhald til að koma þér á rétta braut. Ef þú telur að það gæti hentað þér geturðu haft samband við ráðgjafa í síma 568 9915 eða með tölvupósti: radgjafar@hreyfing.is

Gangi þér vel.

Bestu kveðjur,
Ágústa Johnson,
framkvæmdastj. Hreyfing, heilsurækt
Faxafeni 14 108 Reykjavík
s. 568 9915

Hreyfing gerir lífið betra
Kíktu á heimasíðu okkar www.hreyfing.is