3 stigs frumubreytingar

Góðan daginn ! Fór í keiluskurð og út úr því kom að í sýninu fannst 3. stigs frumubreyting. Hvað þýðir það.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Frumubreytingum í leghálsi er skipt upp í 3. stig eftir því hversu alvarlegar þær teljast.

  1. stig – lágráðu frumubreytingar
  2. stig –meðalgráðu frumubreytingar
  3. stig – hágráðu frumubreytingar.

3. stigs frumubreytingar eru ekki krabbamein en geta þróast í það ef ekkert er að gert. Keiluskurður fjarlægir og læknar hágráðu frumubreytingar hjá flestum konum. Í framhaldi af keiluskurði áttu að fá boð um nýja sýnatöku 6 mánuðum síðar. Ef sýnið er eðlilegt færð þú boð í reglulega skimun í framtíðinni og ekki er þörf á frekara eftirliti. Í öðrum tilvikum færðu boð um eftirlit.

Endilega hafðu samband við þinn lækni ef þú hefur frekari spurningar.

Læt fylgja bækling frá Embætti Landlæknis um skimun vegna frumubreytinga í leghálsi.

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item44040/Skodun%20vegna%20frumubreytinga%20i%20leghalsi_baeklingurEL_2021.pdf

Gangi þér vel,

Auður Hávarsdóttir, hjúkrunarfræðingur